Truflun í spennustöð olli keðjuverkun

mbl.is/Brynjar Gauti

Rafmagn er víðast hvar komið á, en rafmagn fór af stórum hluta landsins nú síðdegis. Truflun í spennustöð í Hvalfirði olli því að högg kom á kerfið og hafði það keðjuverkandi áhrif svo að allt rafmagn fór af Vesturlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Rafmagn er komið á nema í stóriðju, stórnotendur orku hafa fengið rafmagn aftur að hluta, en enn er rafmagnslaust í álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Vonast er til að til að rafmagn verði komið á alls staðar innan skamms.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli trufluninni í Hvalfirði, en verið var að vinna í stöðinni þegar högg kom á kerfið, sem meðal annars varð til þess að slá út rafmagni í augnablik á höfuðborgarsvæðinu. Þetta olli óstöðugleika á byggðalínu og varð til þess að rafmagn fór af víða.

Símasambandslaust er við bæjarskrifstofurnar á Akranesi eftir að rafmagnið fór af fyrr í dag. Ekki er búist við að samband komist á fyrr en á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert