Páll Hreinsson skipaður dómari

Páll Hreinsson.
Páll Hreinsson.

Dómsmálaráðuneytið hefur tilkynnt að dr. Páll Sveinn Hreinsson, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands, hafi samkvæmt tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 1. september nk.

Aðrir umsækjendur um embættið voru Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA dómstólinn í Lúxemborg og Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Páll er 44 ára gamall, hann hefur verið forseti lagadeildar Háskóla Íslands frá árinu 2005 en var varadeildarforseti á árunum 2002 til 2005. Hann varð lauk doktorsnámi í lögfræði frá Háskóla Íslands febrúar 2005. Sann stundaði framhaldsnám í stjórnsýslurétti og stjórnsýslufræðum við Hafnarháskóla 1990-1991 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands í júní 1988.

Páll fékk viðurkenningu árið 1999 fyrir "lofsvert framlag til kennslu við Háskóla Íslands", veitt af rektor Háskóla Íslands. Hann varð prófessor í lögum við lagadeildina árið 1999 og dósent árið 1997. Hann kenndi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands frá árinu 1994, m.a. námskeið um stjórnsýslulög, upplýsingalög, um opinbera stjórnsýslu, persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og skyld efni.

Páll sat í nefndum á árunum 1992 til 2001 er sömdu m.a. frumvörp til stjórnsýslulaga, upplýsingalaga, lögræðislaga, barnalaga, frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (rafræn stjórnsýsla), frumvarp til laga um Orkustofnun og Íslenskar orkurannsóknir. Hann var settur umboðsmaður Alþingis í samtals tíu málum á árunum 1997-1999 og var aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá 1991-1997.

mbl.is

Bloggað um fréttina