Norðurál rifti samningi við pólskt verktakafyrirtæki

Norðurál hefur rift samningi við pólska verktakafyrirtækið Dabster eftir að upp komst að menn á þess vegum, sem störfuðu við rafsuðu fyrir Norðurál á Grundartanga, höfðu ekki leyfi til að starfa hér á landi. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins en mennirnir voru reknir heim í síðustu viku.

Sjónvarpið sagði, að seint í sumar fór forsvarsmenn Norðuráls að gruna að ekki væri allt með feldu. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, saðgist hafa fengið vísbendingar um að ekki væri allt sem skyldi, og því hafi verið ákveðið að slíta samstarfi við fyrirtækið.

Ragnar sagði í Sjónvarpsfréttunum, að um klárt lögbrot hafi verið að ræða. Mennirnir höfðu hvorki kennitölur, dvalarleyfi né önnur tilskilin leyfi til að starfa hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert