Nýr leikskóli á Húsavík

Grænuvellir voru vígðir í morgun.
Grænuvellir voru vígðir í morgun. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það var hátíðleg stund á Húsavík í morgun þegar nýr leikskóli, Grænuvellir, var formlega opnaður í sal skólans að viðstöddu fjölmenni. Grænuvellir urðu til þegar leikskólastarfi var hætt í Bjarnahúsi og byggt við leikskólann Bestabæ og þeir sameinaðir. Miklar og gagngerar endurbætur voru gerðar á eldra húsnæði Bestabæjar, og er öll vinnuaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur mikið endurbætt.

Guðrún Haldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri hins nýja sameinaða leikskóla flutti ávarp í morgun sem og sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson.

Sveitarstjórinn opnaði leikskólann síðan formlega og klippti á borða með leikskólabörnum sem eru á sínu síðasta leikskólaári.

Séra Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík blessaði leikskólann og starf hans og að því loknu var viðstöddum boðið upp á veitingar. Grænuvellir voru opnir almenningi fram að hádegi.

Sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, og leikskólabörn klippa hér á …
Sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, og leikskólabörn klippa hér á borðann og opna með því Grænuvelli formlega. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert