Opin leið milli Evrópu og Íslands

Skútan bundin við varðskip í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
Skútan bundin við varðskip í Fáskrúðsfjarðarhöfn. mbl.is/Albert Kemp

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir að fíkniefnamálið í Fáskrúðsfjarðarhöfn í morgun sýni hve mikilvægvægt sé að treysta eftirlit í höfnum á Íslandi og Landhelgisgæsluna og löggæsluna. „Það virðst vera opin leið milli Evrópu og Íslands yfir Atlantshafið," sagði Haraldur á blaðamannafundi í dag.

Haraldur sagði einnig, að aðgerðir lögreglunnar hefðu verið mjög vel skipulagðar. „Ég held að þeir sem komu á þessari skútu hafi komið í flasið á lögreglunni þeim að óvörum. Það hefur ríkt mikill trúnaður hjá löggæslustofnunum í langan tíma og málið hefur sýnt fram á það, að íslenskar löggæslustofnanir eru vel færar um að sinna svona miklu verkefnum, sem teygja anga sína inn í alþjóðasamfélagið án þess að vitneskja um það berist út," sagði Haraldur.

Hann bætti við, að samstarf löggæsluaðila og æfingar, sem farið hafa fram þar sem aðgerðir á borð við þessa hafa verið æfðar, hafi skilað miklum árangri en allt hafi gengið samkvæmt áætlun. Þá sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yfirmaður sérsveitarinnar, að Tetra fjarskiptakerfið auðveldaði aðgerðir lögreglu hvar sem er á landinu.

Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna fíkniefnafundar á Fáskrúðsfirði. Haraldur Johannessen er …
Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna fíkniefnafundar á Fáskrúðsfirði. Haraldur Johannessen er fremstur. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina