Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn

Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði.
Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Garðarsson
Tugir kílóa af ætluðum fíkniefnum hafa fundist í skútu, sem hald var lagt á í Fáskrúðsfjarðarhöfn í morgun. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega sé um að ræða mesta magn af fíkniefnum sem fundist hafi í einu hérlendis. Málið er umfangsmikið og hafa lögreglulið í ýmsum Evrópulöndum komið að því.

Tveir voru handteknir um borð í skútunni og einn á bryggjunni og fleiri handtökur hafa farið fram. Um er að ræða Íslendinga. Aðgerðir eru enn í gangi. Ekki var upplýst hvort þeir, sem handteknir voru, hafi áður komið við sögu lögreglunnar.

Stefán sagði á blaðamannafundi lögreglunnar í dag, að rannsókn málsins hefði staðið yfir í nokkurn tíma og lögreglulið í nokkrum Evrópulöndum hefði komið að þeirri rannsókn vegna tengsla lögreglunnar hér á landi við Europol.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er komin austur á Fáskrúðsfjörð og er að vigta efnin og rannsaka þau. Leit stendur enn yfir í skútunni og við hana. Stefán Eiríksson sagði, að talið væri að um sé að ræða örvandi fíkniefni.

Stefán sagði, að margar innlendar og erlendar stofnanir hefðu komið að rannsókn málsins. Fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni með aðstoð og aðkomu alþjóðafulltrúa ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Í aðgerðunum í morgun tóku þátt auk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Eskifirði, sérsveit ríkislögreglustjóraembættisins, tollgæslan og Landhelgisgæslan með varðskip og þyrlu. Tugir manna hafa samtals komið að rannsókninni.

Fram kom hjá Stefáni, að skútan var keypt í útlöndum en áhöfnin var íslensk. Ekki er vitað til að skútan hafi komið áður til landsins. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þótt rannsóknin hafi tekið marga mánuði sé hún enn á frumstigi og mikil vinna væri eftir, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í öðrum löndum.

Skipulagsbreytingar lögreglunnar að skila sér
Haraldur Johannesson sagði, að sú nýbreytni hefði verið tekin upp um síðustu áramót að íslenska lögreglan sendi fulltrúa til starfa hjá Europol. Þessi lögregluaðgerð ætti þeim fulltrúa, Arnari Jenssyni, allnokkuð að þakka. Það hefði einnig komið í ljós, að breytingar sem hefðu verið gerðar að undanförnu á skipulagi lögreglumála hér á landi væru að skila sér. Lögreglulið ynnu þéttar saman, skiptust á upplýsingu, mannafla og tækjabúnaði.

Haraldur sagði einnig ljóst, að alþjóðleg lögreglusamvinna væri orðin með því móti, að íslensk lögregla gæti ekki unnið sína vinnu sómasamlega nema með þátttöku erlendra löggæslustofnana.

„Þessir tveir þættir hafa spilað þannig saman í þessu tiltekna máli, að lögreglan hefur náð þessum mikla árangri. Við höfum verið í sambandi við Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem hefur fylgst með þessu og þetta er því mjög þýðingarmikill prófsteinn á það hvernig skipulagsbreytingar í löggæslumálum hafa gengið fram," sagði Haraldur.

Frá blaðamannafundi lögreglu vegna fíkniefnafundar í skútu í morgun.
Frá blaðamannafundi lögreglu vegna fíkniefnafundar í skútu í morgun. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þarna í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun

Í gær, 22:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar. Meira »

Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Í gær, 21:58 Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Meira »

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Í gær, 21:20 Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Í gær, 20:38 „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Í gær, 21:44 Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. Meira »

Engin hætta á ferðum

Í gær, 21:11 „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lifir í glæðum á kjúklingabúi

Í gær, 19:59 Eldur kom upp að nýju í glæðum í vegg á kjúklingabúi á Oddsmýri í Hvalfirði og er slökkvilið Akraness á vettvangi. Fyrr í dag kviknaði í búinu út frá hitablásara og drápust 12.000 kjúklingar. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri,segir tjónið líklega um 10 milljónir króna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...