Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn

Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði.
Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Garðarsson
Tugir kílóa af ætluðum fíkniefnum hafa fundist í skútu, sem hald var lagt á í Fáskrúðsfjarðarhöfn í morgun. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklega sé um að ræða mesta magn af fíkniefnum sem fundist hafi í einu hérlendis. Málið er umfangsmikið og hafa lögreglulið í ýmsum Evrópulöndum komið að því.

Tveir voru handteknir um borð í skútunni og einn á bryggjunni og fleiri handtökur hafa farið fram. Um er að ræða Íslendinga. Aðgerðir eru enn í gangi. Ekki var upplýst hvort þeir, sem handteknir voru, hafi áður komið við sögu lögreglunnar.

Stefán sagði á blaðamannafundi lögreglunnar í dag, að rannsókn málsins hefði staðið yfir í nokkurn tíma og lögreglulið í nokkrum Evrópulöndum hefði komið að þeirri rannsókn vegna tengsla lögreglunnar hér á landi við Europol.

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er komin austur á Fáskrúðsfjörð og er að vigta efnin og rannsaka þau. Leit stendur enn yfir í skútunni og við hana. Stefán Eiríksson sagði, að talið væri að um sé að ræða örvandi fíkniefni.

Stefán sagði, að margar innlendar og erlendar stofnanir hefðu komið að rannsókn málsins. Fíkniefnadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt rannsókninni með aðstoð og aðkomu alþjóðafulltrúa ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Í aðgerðunum í morgun tóku þátt auk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Eskifirði, sérsveit ríkislögreglustjóraembættisins, tollgæslan og Landhelgisgæslan með varðskip og þyrlu. Tugir manna hafa samtals komið að rannsókninni.

Fram kom hjá Stefáni, að skútan var keypt í útlöndum en áhöfnin var íslensk. Ekki er vitað til að skútan hafi komið áður til landsins. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að þótt rannsóknin hafi tekið marga mánuði sé hún enn á frumstigi og mikil vinna væri eftir, ekki aðeins hér á landi heldur einnig í öðrum löndum.

Skipulagsbreytingar lögreglunnar að skila sér
Haraldur Johannesson sagði, að sú nýbreytni hefði verið tekin upp um síðustu áramót að íslenska lögreglan sendi fulltrúa til starfa hjá Europol. Þessi lögregluaðgerð ætti þeim fulltrúa, Arnari Jenssyni, allnokkuð að þakka. Það hefði einnig komið í ljós, að breytingar sem hefðu verið gerðar að undanförnu á skipulagi lögreglumála hér á landi væru að skila sér. Lögreglulið ynnu þéttar saman, skiptust á upplýsingu, mannafla og tækjabúnaði.

Haraldur sagði einnig ljóst, að alþjóðleg lögreglusamvinna væri orðin með því móti, að íslensk lögregla gæti ekki unnið sína vinnu sómasamlega nema með þátttöku erlendra löggæslustofnana.

„Þessir tveir þættir hafa spilað þannig saman í þessu tiltekna máli, að lögreglan hefur náð þessum mikla árangri. Við höfum verið í sambandi við Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem hefur fylgst með þessu og þetta er því mjög þýðingarmikill prófsteinn á það hvernig skipulagsbreytingar í löggæslumálum hafa gengið fram," sagði Haraldur.

Frá blaðamannafundi lögreglu vegna fíkniefnafundar í skútu í morgun.
Frá blaðamannafundi lögreglu vegna fíkniefnafundar í skútu í morgun. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fangarnir skelltu sér í sjósund

11:18 Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær líkt og aðrir íbúar á Suður- og Vesturlandi til að skella sér í sjósund.  Meira »

Styrkveitingin afturhvarf til fortíðar

10:45 Átta íslenskir bókaútgefendur gagnrýna styrki sem forsætisnefnd Alþingis, skipuð fulltrúum allra flokka, hefur lagt til að Alþingi veiti Hinu íslenska bókmenntafélagi til útgáfu tveggja rita. Þetta gera bókaútgefendur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Enginn fannst með eggvopn

10:26 Leit lögreglu að manni, sem sagður var hafa sést á gangi um Laugardalinn í Reykjavík með eggvopn, bar engan árangur. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglu bárust tilkynningar um ferðir manns í gærkvöldi við verslunarkjarnann Glæsibæ og kom lögreglan á svæðið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Meira »

Dagur íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni

10:19 Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni á morgun, miðvikudag. Það verða nokkrir hundar á staðnum ásamt eigendum sínum, sem munu glaðir svara spurningum gesta og gangandi um íslenska fjárhundinn. Meira »

Malbikun í Ártúnsbrekku

08:55 Stefnt er að því í dag að malbika innstu akrein í Ártúnsbrekku, frá Höfðabakkabrú og niður að mislægum gatnamótum við Réttarholtsveg/Skeiðarvog. Meira »

Egill tapaði máli sínu fyrir MDE

08:39 Íslenska ríkið braut ekki gegn Agli Einarssyni með dómi í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn konu árið 2012. Þetta kemur fram í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kveðinn var upp í morgun. Meira »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »

Lögreglan varar við svikapóstum

Í gær, 21:48 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu varar við svikapóstum, sem sendir hafa verið til fólks að undanförnu. Í svikapóstunum segir að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna af tölvuvírus, vefmyndavél tölvunnar verið virkjuð og myndband tekið af viðkomandi. Meira »

Rannsaka á hvaða dýpi kvikan er

Í gær, 21:00 Kvikuinnskot eru líklegasta skýring þeirrar aflögunar sem orðið hefur á Öræfajökli sl. tvö ár að mati Michelle Parks, eldfjallasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir eru þó enn á frumstigi en vísindamenn vinna nú að því að komast að því á hvaða dýpi kvikan er. Meira »

Telja ákvæði um salerni úrelt

Í gær, 20:35 Dóra Björt Guðjónsdóttir segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Meira »

Áhrif hvalveiða verði tekin út

Í gær, 20:15 Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

„Þetta mun sjást í áratugi“

Í gær, 19:30 „Þetta mun sjást í áratugi,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum, um náttúruspjöllin sem urðu vegna utanvegaaksturs tveggja franskra ferðamanna, í samtali við mbl.is. Meira »
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í júlí/ágúst - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...