Björn Ingi: Þreifingar fóru fram af hálfu sjálfstæðismanna

Björn Ingi Hrafnsson í ræðustóli á opnum fundi framsóknarmanna í …
Björn Ingi Hrafnsson í ræðustóli á opnum fundi framsóknarmanna í Reykjavík í dag. mbl.is/RAX

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, sagði í svari við spurningu utan úr sal á opnum fundi framsóknarmanna í Reykjavík í dag, að sér hefði verið kunnugt um að þreifingar hefðu verið í gangi af hálfu sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um hugsanlegt samstarf í borgarstjórn í byrjun vikunnar.

Björn Ingi sagði, að ekki væri skrítið þótt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hefði neitað þessu í viðtölum í gær vegna þess að honum hefði ekki verið kunnugt um þetta.

Björn Ingi sagði, að þetta sýndi ef til vill best hvernig ástandið í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn hefði verið og það væri engum til sóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert