Stálu rakvélarblöðum fyrir 900 þúsund krónur

Hluti af þýfinu sem fannst í fórum mannanna. Þeir eru …
Hluti af þýfinu sem fannst í fórum mannanna. Þeir eru m.a. taldir hafa stolið rakvélarblöðum fyrir mörg hundruð þúsund krónur. mbl.is/Júlíus

Hópur Litháa, sem grunaður er um stórfelldan og skipulagðan þjófnað úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu, stal m.a. rakvélarblöðum og öðrum snyrtivörum fyrir að minnsta kosti 900 þúsund krónur. Þetta kemur fram í úrskurðum, sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í vikunni um framlengingu gæsluvarðhalds yfir 9 Litháum og Hæstiréttur staðfesti í dag.

Rakvélarblöðunum var aðallega stolið úr ýmsum verslunum Bónuss en einnig úr verslunum Hagkaupa og Krónunnar.

Tveir af mönnunum komu í júlí á Litla-Hraun með fatnað meðferðis, sem reyndist vera þýfi. Um er að ræða fatnað frá Intersport og Herragarðinum, samtals að verðmæti á þriðja hundrað þúsund króna.

Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir 9 litháum til 24. október en Hæstiréttur stytti það til 19. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina