OR með mörg járn í eldinum og meiri eftirspurn en framboð

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að ákvörðun Landsvirkjunar um að ganga ekki til samningaviðræðna að sinni við fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi hafi ekki áhrif á orkusölu fyrirtækisins, því eftirspurn sé meiri en framboðið.

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að samningar séu í gildi við Alcan vegna álversins í Straumsvík og Norðurál vegna álvers í Helguvík. Ganga þurfi frá fyrirvörum í samningnum við Alcan fyrir næstu áramót og viðræður séu í gangi. Samningurinn hljóði upp á 200 MW og geti Alcan ekki notað alla þá orku sé minnsta mál að selja hana til Helguvíkur eða annað.

Í því sambandi nefnir hann að fleiri fyrirtæki vilji reisa hér netþjónabú en Landsvirkjun sé í viðræðum við og þrjú fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að byggja álver í Þorlákshöfn. Reyndar gæti Alcan nýtt hluta rafmagnsins með breytingum í kerskálunum og aukinni framleiðslu án stækkunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert