Sól á Suðurlandi segir virkjanir og orkusölu tvö mál

Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá. mbl.is/Sigurður

Samtökin Sól á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir, að skyndileg stefnubreyting Landsvirkjunar vegna orkusölu sé allt annað mál en virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og þótt almenningur í landinu geti glaðst yfir því að Landsvirkjuns sjái nú fleira en álver hafi heimamenn við Þjórsá enga ástæðu til að gleðjast.

„Sól á Suðurlandi lítur á virkjanir og orkusölu sem tvö mál. Ekki hefur þótt skynsamlegt að selja skinnið áður en björninn er unninn. Það gerir Landsvirkjun hiklaust og treystir því að hún fái að fara sínu fram. Fólkið við Þjórsá telur stefnubreytingu Landsvirkjunar staðfestingu á að málflutningur fyrirtækisins hefur ekki staðist hingað til. Því einu má treysta að fyrirtækið hyggst keyra virkjanir sínar í gegn. Ekki fyrir almannahag, heldur viðskiptalega hagsmuni orkufyrirtækis sem áfram hagar sér eins og ríki í ríkinu," segir m.a. í yfirlýsingu Sólar á Suðurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert