Lagði til vinnufélaga síns með hnífi

mbl.is/Júlíus

Maður hlaut áverka á læri og kálfa þegar vinnufélagi hans lagði til hans með hnífi í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Í fyrstu var óttast að áverkinn væri mikill því manninum blæddi mjög, en betur fór en á horfðist og eftir að gert hafði verið að sárum mannsins á sjúkrahúsi var hann útskrifaður.

Sá sem árásina framdi gengur enn laus, en vitað er hver hann er og hefur verið lýst eftir honum. Mennirnir munu báðir hafa verið ölvaðir. Lögreglan á Selfossi fékk aðstoð sérsveitar lögreglu úr Reykjavík vegna málsins, þar eð um var að ræða vopnaða árás.

mbl.is

Bloggað um fréttina