Barist um lottópeningana

„Ég held að það vegi mjög þungt í þessu að lítil samtök úti á landi telja að með því að taka okkur inn þynnist út þessi lottósjóður," segir Reynir Ragnarsson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), um ástæður þess íþróttabandalaginu hefur í þrígang verið höfnuð innganga í Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), nú síðast á sambandsþingi í lok október.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, viðurkennir að málið snúist að einhverju leyti um skiptingu á lottópeningum. „Margir hafa áhyggjur af því að þegar jafn stór aðili og ÍBR kemur inn skerðist hlutur þeirra sem fyrir eru í UMFÍ hlutfallslega mikið," segir Helga Guðrún. Hún vill þó halda því til haga að ÍBR hafi aldrei verið hafnað beint heldur hafi alltaf verið fyrir því ákveðnar forsendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert