Hellisheiði enn ófær

Snjóruðningsbíll fór út af Eyrarbakkavegi í morgun og var síðdegis …
Snjóruðningsbíll fór út af Eyrarbakkavegi í morgun og var síðdegis unnið að því að ná bílnum upp. mbl.is/Guðmundur Karl

Hellisheiði er enn ófær en en opið er í gegnum Þrengslin. Þæfingsfærð er um mestallt Suðurland. Þá er búið  að opna Reykjanesbraut og Grindarvíkurveg.  Mikill skafrenningur er enn á Suðurnesjum.

Búið er að opna Bröttubrekku og verður reynt að halda henni opinni til klukkan níu í kvöld. Enn er þungfært og stórhríð á Holtavörðuheiði.

Éljagangur er víða á Vestfjörðum og Norðurlandi, og veður fer versnandi á Norðausturlandi.

Á Austurlandi er víðast hált. Öxi er ófær.

mbl.is

Bloggað um fréttina