Máli gegn Istorrent ekki vísað frá

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Istorrent ehf. og forsvarsmanns þess um að vísað verði frá máli, sem mynd- og tónlistarrétthafar hafa höfðað til staðfestingar lögbanni á netsíðuna torrent.is.

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði lagði lögbann á netsíðuna í nóvember sl. og hafa rétthafarnir höfðað mál og vilja fá það lögbann staðfest. Þá vilja þeir, að viðurkennt verði með dómi að Istorrent sé óheimilt að starfrækja vefsíðuna eða aðra sambærilega vefsíðu sem geri notendum hennar kleift að fá þar aðgang að og deila innbyrðis höfundarréttarvörðu hljóð- og myndefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina