Tvö ný störf í boði á Egilsstöðum

Tveir starfsmenn verða ráðnir tímabundið til starfa á Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum á næstu dögum, en ráðningarnar eru liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kvótaskerðingar í þorski.

„Eftir kvótaskerðinguna ákvað ríkisstjórnin að láta Þjóðskjalasafn Íslands fá um 240 milljónir til að ráðast í skráningarverkefni víðs vegar um landið. Nú þegar eru verkefni komin af stað á Húsavík og í Vestmannaeyjum, en það vill svo til að Héraðsskjalasafnið hér fyrir austan er á Egilsstöðum, langt inni í landi.“ Þetta segir Hrafnkell Freyr Lárusson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina