Samgönguráðuneytið tekur vel í að skoða léttlestakerfi

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði á Alþingi að samgönguráðuneytið hefði tekið vel í að skoða ásamt Reykjavíkurborg  möguleika á léttlestakerfi á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og innan Reykjavíkur. 

Kristján sagði, að þessir hlutir hefðu verið skoðaðir fyrir nokkrum árum og þá hefði niðurstaðan verið sú að þótt stofnkostnaður léttlestakerfis yrði greiddur niður hefði slíkt kerfi ekki rekstargrundvöll. Hins vegar væri sjálfstagt að skoða hvorf eitthvað nýtt væri komið fram sem breytti þessari mynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina