Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri óviðunandi að maður sæti jafn langri einangrunarvist og 25 ára gamall Íslendingur hefur þurfta að sæta í Færeyjum í tengslum við svonefnt Pólstjörnumál. Maðurinn hefur sætt einangrun í 170 daga.

Ingibjörg Sólrún var að svara fyrirspurn frá Samúel Erni Erlingssyni, varaþingmanni Framsóknarflokksins, um málið. Hún sagði, að meðferðin á Íslendingnum væri mjög sérkennilegt og með ólíkindum væri, að manni sé haldið í einangrun svo lengi.

Hún sagði að Eiður Guðnason, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, hefði reynt að beita sér í málinu en færeysk stjórnvöld vísuðu til þess að dönsk stjórnvöld fari með dómsvaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina