Missti stjórn á skapi sínu

Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta
Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ágúst Fylkisson, sem sló lögregluþjón í andlitið á athafnasvæði lögreglunnar við Kirkjusand á sumardaginn fyrsta hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann er bæði sleginn og leiður yfir því að hafa misst stjórn á skapi sínu. Ágúst verður ákærður fyrir líkamsárás. 

„Ég sá rautt"

„Það er ekkert launungarmál að ég er bæði sleginn og leiður yfir atviki því sem varð síðastliðinn fimmtudag þegar ég missti stjórn á skapi mínu og snéri niður lögregluþjón við Kirkjusand. Ég veit fullvel að það er ekkert sem ég get sagt til að taka þetta til baka, en þar sem fleiri hafa misst sig en ég vil ég koma nokkrum hlutum á hreint.

Ég er fjarri því að vera mikill skapmaður eins og ótalmargir geta vitnað um. Atburðir undanfarinna daga og sú neyð sem hrakti mig og aðra atvinnubílstjóra útí aðgerðir hafa tekið sinn toll og þanþolið var við það að bresta á miðvikudag þegar ég horfði uppá lögreglu beita félaga mína, saklausa áhorfendur og jafnvel barn hörku af fyrrabragði, á þessum svarta degi var farið langt útfyrir alla meðalhófsreglu, ekki skrítið að maður hafi upplifað sig í hættu og þetta setið í manni.

Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, Þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning.

Á Kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á „vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs.

Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð.

Það verður að viðurkennast að þarna sá ég rautt. Ég hlaut sjálfur ágætt uppeldi og hef ekki lagt fyrir mig að ljúga og svíkja, þessi eignaupptaka fannst mér með öllu ósanngjörn og ekki bætti þau tilsvör sem ég fékk þegar ég ítrekaði kröfu mína.

Það sem gerðist næst er hlutur sem ég sé mikið eftir en ég snéri niður lögregluþjóninn sem hafði ögrað mér. Á leifturhraða hópuðust að lögregluþjónar og lögðust á okkur í eina kás, ég hafði þá sleppt taki á lögregluþjóninum en lá fastur í þvögu sárþjáður með laskað hné og í andnauð og var því hvorki fær um að meiða lögregluþjóninn, né koma mér úr þvögunni. Þungi lögregluþjónanna sem ofaná okkur lá held ég að hafi skaðað téðan lögreglumann meira en nokkuð annað.

Biðst afsökunar

Einhverjir fjölmiðlar hafa ekki sagt eða sýnt frá öllu eins og þetta kom fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fullviss að ef við hefðum hist við aðrar kringumstæður hefðum við getað sötrað saman bjór og rætt um boltann, aðstæðurnar voru bara fjandsamlegri en svo og það fundu fleiri en ég því margt hefur fokið í hitanum síðustu daga.

Ég vona að þetta atvik dragi ekki úr þeim góða stuðningi sem málstaðurinn hefur hlotið hjá almenningi og þetta sýnir kannski betur en margt annað hversu mikil neyðin er hjá þeim sem reka flutningabíla, afkoma fjölskyldna þeirra er í hættu.

Það fer enginn útí svona aðgerðir nema neyðin sé þess mun meiri. Þegar aðstæður eru þannig að það er upp og ofan hvort maður getur brauðfætt fjölskylduna þá fara menn útí aðgerðir, það er náttúrulegt. Ég vona að fólk taki afsökunarbeiðni minni og standi við bakið á því góða fólki sem minnir á sig með nettri borgaralegri óhlýðni," undir þetta ritar Ágúst Fylkisson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvatakerfi en ekki markaðsmisnotkun

11:45 Nokkrir fyrrum lykilstarfsmenn Glitnis, sem fengu há lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum árið 2008, lýstu því fyrir dómi að þeir hefðu álitið lánveitingarnar hluta af starfskjörum sínum. Meira »

Fannst vel á mælum Veðurstofunnar

11:42 Jarðskjálfti upp á 7,9 sem varð úti fyrir strönd Alaska nú í morgun var vel greinanlegur á mælum Veðurstofu Íslands. „Þegar þeir eru orðnir mjög stórir þá sjást þeir vel hjá okkur,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Landsliðskonu í fimleikum nauðgað í keppnisferð

11:37 Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum, hefur stigið fram og greint frá því að henni hafi verið nauðgað af landsliðsmanni frá öðru landi í keppnisferðalagi í Þýskalandi. Hún var þar á ferð með íslenska landsliðinu. Meira »

Vill útrýma menntasnobbi

11:33 Aron Leví Beck gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Andið eðlilega vel tekið á Sundance

11:30 Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gærkvöldi. Troðfullt var á sýninguna og samkvæmt aðstandendum myndarinnar var henni afar vel tekið. Meira »

Markmiðið að koma ráðherranum frá

11:28 „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi með rannsókn sem er það líklegasta í stöðunni til að fá hana til að axla ábyrgð,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Pírataspjallinu á Facebook í gærkvöldi. Meira »

Innkalla hafrakökur

10:58 Myllan hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Myllu Hafrakökur, Bónus Hafrakökur og Hagkaups Hafrakökur vegna aðskotahlutar sem fannst í einni köku. Meira »

Styttir ævina um 9 mánuði í Evrópu

11:16 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki. Meira »

Breytt staða ef nýtt félag í bígerð

10:53 Meirihluti starfsmanna United Silicon er útlendingar og fjölskyldufólk sem búsett er í Reykjanesbæ. Ef Arion banki stofnar nýtt félag um eignirnar mun staða starfsfólksins breytast að því er formaður verkalýðfélagsins segir. Meira »

Þarf að standa skil á gerðum sínum

10:36 Ökumaður sem var að aka fram úr annarri bifreið á Reykjanesbraut í gær missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið fyrrnefnda bílsins. Hann hélt för sinni áfram án þess að stansa. Lögreglan hafði upp á honum og þarf hann að standa skil á gerðum sínum að sögn lögreglu. Meira »

PCC Bakki boðar til íbúafundar

10:18 Stjórnendur kísilsvers PCC Bakki Silicon hf. hafa boðað til fundar með íbúum Húsavíkur. Þar verður íbúum kynnt gangsetning ofna verksmiðjunnar á Bakka og hvers íbúar geti helst vænst á meðan á ræsingu ofnanna stendur. Meira »

Festi bílinn í polli

09:46 Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem hafði fest bifreið sína í polli og komst hvorki lönd né strönd. Var ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun við akstur, á ferð eftir Hafnargötu í Keflavík en beygði síðan inn á lóð þar sem pollurinn var, en íslag leyndist á botni pollsins. Meira »

Ófært er á Klettshálsi og Kleifaheiði

09:29 Ófært er á bæði Klettshálsi og Kleifaheiði á Vestfjörðum, en þæfingsfærð á Mikladal og Hálfdáni þar sem er stórhríð. Þungfært er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði og beðið með mokstur. Meira »

Handskrifaði 1736 viðurkenningar

08:49 Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo segir starfsfólkið ekkert síður stolt af því þegar fyrirtækin hljóta viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“. Hún segist hafa gaman því að skrifa undir allar viðurkenningarnar því þannig segist hún alltaf vera að kynnast nýjum fyrirtækjum. Meira »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Útlit fyrir „gamaldags stórhríð“

09:11 „Fyrir norðausturfjórðunginn á landinu þá er veðrið að versna núna næstu tímana og verður orðið leiðindaveður seinnipartinn,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. „Vindstyrkur verður á bilinu 13-18 m/s og þegar það kemur snjókoma ofan í það, þá má búast við blindri stórhríð þar sem sést ekki neitt.“ Meira »

Þjálfarinn starfar áfram

08:15 Norski þjálfarinn sem lagði Hólmfríði Magnúsdóttur í einelti og beitti kynferðislegri áreitni mun halda núverandi þjálfarastarfi sínu. Þetta kemur fram í frétt norska blaðsins VG Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...