Missti stjórn á skapi sínu

Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta
Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ágúst Fylkisson, sem sló lögregluþjón í andlitið á athafnasvæði lögreglunnar við Kirkjusand á sumardaginn fyrsta hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann er bæði sleginn og leiður yfir því að hafa misst stjórn á skapi sínu. Ágúst verður ákærður fyrir líkamsárás. 

„Ég sá rautt"

„Það er ekkert launungarmál að ég er bæði sleginn og leiður yfir atviki því sem varð síðastliðinn fimmtudag þegar ég missti stjórn á skapi mínu og snéri niður lögregluþjón við Kirkjusand. Ég veit fullvel að það er ekkert sem ég get sagt til að taka þetta til baka, en þar sem fleiri hafa misst sig en ég vil ég koma nokkrum hlutum á hreint.

Ég er fjarri því að vera mikill skapmaður eins og ótalmargir geta vitnað um. Atburðir undanfarinna daga og sú neyð sem hrakti mig og aðra atvinnubílstjóra útí aðgerðir hafa tekið sinn toll og þanþolið var við það að bresta á miðvikudag þegar ég horfði uppá lögreglu beita félaga mína, saklausa áhorfendur og jafnvel barn hörku af fyrrabragði, á þessum svarta degi var farið langt útfyrir alla meðalhófsreglu, ekki skrítið að maður hafi upplifað sig í hættu og þetta setið í manni.

Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, Þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning.

Á Kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á „vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs.

Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð.

Það verður að viðurkennast að þarna sá ég rautt. Ég hlaut sjálfur ágætt uppeldi og hef ekki lagt fyrir mig að ljúga og svíkja, þessi eignaupptaka fannst mér með öllu ósanngjörn og ekki bætti þau tilsvör sem ég fékk þegar ég ítrekaði kröfu mína.

Það sem gerðist næst er hlutur sem ég sé mikið eftir en ég snéri niður lögregluþjóninn sem hafði ögrað mér. Á leifturhraða hópuðust að lögregluþjónar og lögðust á okkur í eina kás, ég hafði þá sleppt taki á lögregluþjóninum en lá fastur í þvögu sárþjáður með laskað hné og í andnauð og var því hvorki fær um að meiða lögregluþjóninn, né koma mér úr þvögunni. Þungi lögregluþjónanna sem ofaná okkur lá held ég að hafi skaðað téðan lögreglumann meira en nokkuð annað.

Biðst afsökunar

Einhverjir fjölmiðlar hafa ekki sagt eða sýnt frá öllu eins og þetta kom fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fullviss að ef við hefðum hist við aðrar kringumstæður hefðum við getað sötrað saman bjór og rætt um boltann, aðstæðurnar voru bara fjandsamlegri en svo og það fundu fleiri en ég því margt hefur fokið í hitanum síðustu daga.

Ég vona að þetta atvik dragi ekki úr þeim góða stuðningi sem málstaðurinn hefur hlotið hjá almenningi og þetta sýnir kannski betur en margt annað hversu mikil neyðin er hjá þeim sem reka flutningabíla, afkoma fjölskyldna þeirra er í hættu.

Það fer enginn útí svona aðgerðir nema neyðin sé þess mun meiri. Þegar aðstæður eru þannig að það er upp og ofan hvort maður getur brauðfætt fjölskylduna þá fara menn útí aðgerðir, það er náttúrulegt. Ég vona að fólk taki afsökunarbeiðni minni og standi við bakið á því góða fólki sem minnir á sig með nettri borgaralegri óhlýðni," undir þetta ritar Ágúst Fylkisson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ragnar Þór nýr formaður LÍV

14:44 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) á fundi sambandsins sem fram fór í hádeginu í dag, en Guðbrandur Einarsson sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Varpar skugga á stöðu Landsréttar

14:30 Björg Thorarensen, prófessor við HÍ, segir að ekki sé hægt að ráða úr því með vissu hvort niðurstaða MDE vegna skipunar dómara í Landsrétti eigi við um alla dómara eða einungis fjóra sem voru skipaðir og þar með að dómstóllinn í heild sinni teljist ekki skipaður lögum samkvæmt. Meira »

Sjöunda mislingatilfellið staðfest

13:50 Nýtt tilfelli mislinga greindist í gær og er það sjöunda tilfellið sem greinist frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar. Meira »

Katrín „gúgglaði“ hamingjuna

13:45 Í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum, sem er í dag, ákvað Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að „gúggla“ hamingjuna. Afrakstur „gúgglsins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti landlæknis stendur fyrir í dag undir yfirskriftinni: Hamingja, heilsa og vellíðan - samfélagsleg ábyrgð? Meira »

„Óþolandi og ólíðandi“

13:41 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, segir stöðuna sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara í Landsrétti vera bæði óþolandi og ólíðandi. Meira »

Styrkur til strandblaks á Húsavík

13:06 Úthlutað hefur verið hálfri milljón króna til íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík vegna fyrstu alvörustrandblakvallanna þar í bæ. Meira »

Mikið svigrúm til að bregðast við

12:55 Mestu skiptir í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðustu viku að Landsréttur fái að starfa áfram af fullum þunga. Þetta sagði Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Meira »

Pakkið mun sigrað

12:50 „Matthildur er þrekvirki af því taginu sem Borgarleikhúsið er komið með einstakt lag á að gera vel. Það er heitt hjarta í sýningunni sem hverfur ekki í hávaðanum, orðaflaumnum, tæknibrellunum og endalausri hugkvæminni og örlætinu við smáatriðanostrið,“ segir í leikdómi um söngleikinn Matthildi. Meira »

Morgunflóð í Reykjavík verði 4,4 metrar

12:46 Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Veðurspá gerir ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og mikilli ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag. Meira »

SGS svarar Aðalsteini

12:42 Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands segir Framsýn stéttarfélag hafa borið SGS þungum sökum í kjölfar ákvörðunar um að afturkalla samningsumboð sitt frá SGS. Hafnar samningsnefndin þessum ásökunum og segir miður að vera borin þungum sökum af félögum sínum. Meira »

Segir reynt að afstýra áhrifum verkfalls

12:26 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að félagið hafi í gær sent bréf til allra hópbifreiðafyrirtækja þar sem fjölmargar tilkynningar hafi borist frá félagsmönnum um „ýmiskonar tilraunir“ sem verið sé að gera til þess að „afstýra áhrifum verkfallsins“ sem hefst á föstudag. Meira »

Mótmæla virkjun í Tungudal

12:26 Rafræn undirskriftasöfnun hefur staðið yfir á netinu meðal Fljótamanna til að mótmæla áformum Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Til stendur að ljúka söfnuninni á miðnætti í kvöld og afhenda undirskriftirnar í næstu viku. Meira »

Málþing vegna dóms MDE í beinni

12:01 Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í hádeginu í dag í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum sjöttu greinar Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Streymt verður beint frá málþinginu. Meira »

Pókerspilarar hafi varann á

11:59 Pókerspilarar um heim allan eru beðnir um að vera á varðbergi í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar frá því 9. febrúar. Jón var staddur í Dublin á Írlandi og ætlaði að taka þátt í pókermóti í borginni þessa helgi. Meira »

Hvessir hressilega síðdegis

11:38 Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst með suðvestanstormi gengur á land. Spáð er 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Meira »

„Það var ekki langt í land“

11:24 „Ég taldi mig vera kominn með góðan grunn til þess að klára kjarasamning,“ segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV), í samtali við mbl.is en hann sagði af sér sem formaður í morgun. Meira »

Finnar hamingjusamastir þjóða

11:16 Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Ofbeldisbrot ekki færri síðan í júní 2017

11:14 Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert í febrúar miðað við meðalfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan, en alls voru 536 hegningarlagabrot skráð hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fundurinn bókaður „árangurslaus“

10:52 Fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst klukkan hálftíu í morgun, lauk núna á ellefta tímanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið bókaður árangurslaus. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...
Starfsmaður á sauðburði
Starfsmaður óskast í sauðburð í Húnaþingi vestra, ekki verra að hann hafi einhve...