Missti stjórn á skapi sínu

Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta
Frá atvikinu á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ágúst Fylkisson, sem sló lögregluþjón í andlitið á athafnasvæði lögreglunnar við Kirkjusand á sumardaginn fyrsta hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann er bæði sleginn og leiður yfir því að hafa misst stjórn á skapi sínu. Ágúst verður ákærður fyrir líkamsárás. 

„Ég sá rautt"

„Það er ekkert launungarmál að ég er bæði sleginn og leiður yfir atviki því sem varð síðastliðinn fimmtudag þegar ég missti stjórn á skapi mínu og snéri niður lögregluþjón við Kirkjusand. Ég veit fullvel að það er ekkert sem ég get sagt til að taka þetta til baka, en þar sem fleiri hafa misst sig en ég vil ég koma nokkrum hlutum á hreint.

Ég er fjarri því að vera mikill skapmaður eins og ótalmargir geta vitnað um. Atburðir undanfarinna daga og sú neyð sem hrakti mig og aðra atvinnubílstjóra útí aðgerðir hafa tekið sinn toll og þanþolið var við það að bresta á miðvikudag þegar ég horfði uppá lögreglu beita félaga mína, saklausa áhorfendur og jafnvel barn hörku af fyrrabragði, á þessum svarta degi var farið langt útfyrir alla meðalhófsreglu, ekki skrítið að maður hafi upplifað sig í hættu og þetta setið í manni.

Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, Þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning.

Á Kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á „vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs.

Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð.

Það verður að viðurkennast að þarna sá ég rautt. Ég hlaut sjálfur ágætt uppeldi og hef ekki lagt fyrir mig að ljúga og svíkja, þessi eignaupptaka fannst mér með öllu ósanngjörn og ekki bætti þau tilsvör sem ég fékk þegar ég ítrekaði kröfu mína.

Það sem gerðist næst er hlutur sem ég sé mikið eftir en ég snéri niður lögregluþjóninn sem hafði ögrað mér. Á leifturhraða hópuðust að lögregluþjónar og lögðust á okkur í eina kás, ég hafði þá sleppt taki á lögregluþjóninum en lá fastur í þvögu sárþjáður með laskað hné og í andnauð og var því hvorki fær um að meiða lögregluþjóninn, né koma mér úr þvögunni. Þungi lögregluþjónanna sem ofaná okkur lá held ég að hafi skaðað téðan lögreglumann meira en nokkuð annað.

Biðst afsökunar

Einhverjir fjölmiðlar hafa ekki sagt eða sýnt frá öllu eins og þetta kom fyrir. Ég vil nota þetta tækifæri til að biðja lögregluþjóninn afsökunar, það var ekki ætlun mín að meiða hann og er ég þess fullviss að ef við hefðum hist við aðrar kringumstæður hefðum við getað sötrað saman bjór og rætt um boltann, aðstæðurnar voru bara fjandsamlegri en svo og það fundu fleiri en ég því margt hefur fokið í hitanum síðustu daga.

Ég vona að þetta atvik dragi ekki úr þeim góða stuðningi sem málstaðurinn hefur hlotið hjá almenningi og þetta sýnir kannski betur en margt annað hversu mikil neyðin er hjá þeim sem reka flutningabíla, afkoma fjölskyldna þeirra er í hættu.

Það fer enginn útí svona aðgerðir nema neyðin sé þess mun meiri. Þegar aðstæður eru þannig að það er upp og ofan hvort maður getur brauðfætt fjölskylduna þá fara menn útí aðgerðir, það er náttúrulegt. Ég vona að fólk taki afsökunarbeiðni minni og standi við bakið á því góða fólki sem minnir á sig með nettri borgaralegri óhlýðni," undir þetta ritar Ágúst Fylkisson. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...