Fjallað um foreldrajafnrétti í nýrri skýrslu

Ísland er eina landið á Norðurlöndum og líklega eina landið af EES ríkjunum þar sem annað foreldrið getur einhliða ákveðið hvort barn skuli vera í sameiginlegri forsjá beggja foreldranna eða ekki.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem  Félag um foreldra jafnrétti hefur látið gera.

Í skýrslunni kemur fram að önnur lönd hafa viðurkennt það sjónarmið að öðru foreldrinu er ekki alltaf treystandi fyrir slíku vali, þar sem ekki er víst að hagsmunir barnsins ráði för. 

„Á Íslandi er því til stór hópur foreldra sem er forsjárlaus af því að hitt foreldrið ákvað að vilja fara eitt með forsjána.  Í skýrslunni eru dæmisögur um slíkt.

Í skýrslunni er löggjöf okkar borin saman við löggjöfina á þessu sviði á öllum norðurlöndunum.  Þar erum við ein á báti.   Í skýrslunni kemur fram að umræða um aðlögun dómskerfisins á Alþingi árið 2006  var bjöguð þar sem íslenskir alþingismenn fengu aðra niðurstöðu úr sænskri úttekt en Svíar sjálfir og Danir!  Vitnað er til umræðunnar í skýrslunni.  

Í skýrslunni kemur fram að þróun þessa flokks sifjamála þróast hægar á Íslandi en annarsstaðar," samkvæmt tilkynningu frá Félagi um foreldrajafnrétti.

mbl.is