Fyrsta skóflustunga að álveri

Þau tóku öll skóflustungu á álverslóðinni í Helguvík.
Þau tóku öll skóflustungu á álverslóðinni í Helguvík. mbl.is/Kristinn

Skrifað var nú síðdegis undir samning milli Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka um byggingu kerskála við væntanlegt álver Norðuráls í Helguvík. Var fyrsta skóflustungan að kerskálanum síðan tekin en undirritunin fór fram á kerskálalóðinni.

Viðstödd undirritunina voru m.a. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, John P. O Brien, stjórnarformaður  Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Oddný Guðbjörg Harðardóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs. Tóku þau öll skóflustungu á álverslóðinni. 

Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 -80 milljörðum íslenskra króna. Miðað við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti, þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári.  Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert