Mannvit bætir við sig 70 manns

 Stærsta verkfræðistofa landsins, Mannvit, verður enn stærri. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið bætt við sig 70 manns, stærstur hluti þess er sumarfólk en að sögn Eyjólfs Árna Rafnssonar forstjóra hafa fastráðningar verið um 25 talsins. Að undanskildu afleysingafólki eru starfsmenn Mannvits og dótturfélaga nú um 400 talsins.

Spurður hvað valdi þessari fjölgun starfsfólks, á tímum samdráttar í atvinnulífinu og uppsagna í ýmsum geirum, segir Eyjólfur Árni að aukin eftirspurn frá öðrum löndum skipti mestu. Orkuútrásin sé enn í gangi og það hafi sýnt sig að uppbygging orkufreks iðnaðar síðustu ára hér á landi, með tilheyrandi uppbyggingu orkuvera, hafi skilað bæði þekkingu og reynslu sem er eftirsótt á erlendum markaði. Það sé algjör forsenda fyrir útrás Mannvits og fleiri íslenskra fyrirtækja tengdra orkuiðnaði.

Stærstu erlendu verkefni Mannvits eru í Mið-Evrópu, m.a. fyrir Exorku í Þýskalandi og Pannergy í Ungverjalandi. Þá er búið að stofna dótturfyrirtæki í Búdapest í Ungverjalandi í tengslum við fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir. Búið er að ráða 10 manns á þá verkfræðistofu og Eyjólfur telur líkur á að fjölga þurfi enn frekar þeim mannafla á næstu mánuðum, bæði með heimamönnum og Íslendingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert