Eigandinn saklaus

 „Eigandi hvolpsins er ekki grunaður í málinu og hundurinn verður afhentur honum í dag [í gær]. Hann er því laus allra mála,“ sagði Eyjólfur Kristjánsson hjá lögreglu- og tollstjóranum á Suðurnesjum í gær. Eigandi Doberman-hvolpsins sem urðaður var lifandi í hrauninu var yfirheyrður í fyrradag af lögreglunni en hann hafði samband við hana að fyrra bragði þegar fréttir bárust fyrst af því að hundurinn hefði fundist í hrauninu. Mun hann hafa gefið mjög trúverðugar skýringar á því hvernig hvarf hundsins bar að sem lögreglan svo staðreyndi. Leyfi og aðrir pappírar vegna hundsins voru í vinnslu þegar hvolpurinn hvarf, enda eigandinn nýbúinn að fá hann. „En það kom á daginn að eigandinn hafði allt sitt á þurru,“ sagði Eyjólfur.

Mikill hiti virtist vera í fólki eftir að fyrstu fréttir birtust um málið. Margir bloggarar fóru offari og viðhöfðu óviðurkvæmileg orð á netinu um eiganda hundsins sem hafði þó ekki verið yfirheyrður.

Að sögn Eyjólfs hefur enginn stöðu grunaðs manns í málinu sem stendur en lögreglan kappkostaði að hafa uppi á þeim sem þarna voru að verki. Aðspurður hvort einhverjar myndavélar væru á svæðinu nálægt staðnum þar sem hundurinn fannst segir Eyjólfur svo ekki vera. Helgi Sigurðsson, dýralæknir í Víðidal, sem annast hefur hvolpinn eftir að hann fannst, segir hundinn allan að koma til. Hann sé byrjaður að standa í alla fjóra og búinn að jafna sig að mestu, hann nærist vel og sé almennt hress.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »