Munu ræða mál Ramses

Alþingishúsið
Alþingishúsið Árvakur/Golli

„Það kom ósk frá flokki Vinstri grænna um að það yrði haldinn fundur í allsherjarnefnd um málið, bæði út af þessu tiltekna máli og eins vegna málefna hælisleitenda almennt,“ segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um fyrirhugaðan fund nefndarinnar um mál Keníamannsins Paul Ramses, sem Útlendingastofnun vísaði af landi brott fyrir helgi, vegna ólögmætrar dvalar hér á landi.

Nefndin ekki úrskurðaraðili

Birgir leggur áherslu á að nefndin sé hvorki rannsóknar- eða úrskurðaraðili í málum sem þessum.

„Ég hef tekið skýrt fram að allsherjarnefnd er ekki úrskurðaraðili í ágreiningsmálum einstaklinga sem koma upp vegna ákvarðana innan stjórnsýslunnar.

Ég hef hins vegar sagt að mér finnist að allsherjarnefnd geti komið saman til að fara almennt yfir þau lög og reglur sem gilda um þessi mál og hvernig Útlendingastofnun framkvæmir þær. Ég geri ráð fyrir að það verði reynt að koma saman fundi á næstu dögum,“ sagði Birgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »