Smáhýsi götufólksins

Það hefur tafist um rúmt ár að taka í notkun smáhýsi fyrir útigangsfólk sem Reykjavíkurborg ætlaði að láta reisa. Eitt hús var reist fyrir ári og stendur autt á lóð  byggingaverktakans í Reykjavík þar sem borgin hefur ekki getað útvegað lóð fyrr en núna. Efni í fjögur önnur hús er geymt í gámi á lóð byggingafyrirtækisins.

Tugir útigangsmanna og kvenna bíða eftir húsnæði og eiga ekki í önnur hús að venda nema Konukot og Næturskýlið í Þingholtsstræti en þeir staðir hafa opið yfir nóttina en bjóða ekki upp á, að fólk geti verið heima á daginn. Fjöldi stjórnmálamanna hefur heimsótt smáhýsið eftir að það var byggt, lagst í rúmið, sest við borðið og látið í ljós velþóknun á húsnæðinu.

Loksins eftir að heilt ár er liðið og væntanlegir íbúar hafa gengið úti í misjöfnu veðri, hefur fengist lóð á leigu við Fiskislóð úti á Granda. Stefnt er að því að tvö hús verði tilbúin í September og önnur tvö fyrir áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert