Steinhúsið verður endurgert

Framkvæmdum á friðuðu steinhúsi við Bergstaðastræti 22 hefur verið hætt í bili á meðan gengið er frá tilskildum leyfum, en ráðist var í umfangsmiklar viðgerðir á lóðinni án samráðs við byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Að sögn eiganda hússins, Kristjáns F. Kristjánssonar, var ætlunin að gera viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði hússins, þ. á m. þakinu, en þegar rifið var í bárujárnið reyndist burðarvirki hússins sundurfúið. „Þá kemur í ljós að þetta er allt meira og minna ónýtt og verður í raun endurbygging en ekki viðgerð eins og ég bjóst við,“ segir Kristján. Greinileg ummerki séu til dæmis enn eftir bruna á fyrri hluta síðustu aldar, þar sem þá hafi aðeins verið lappað upp á ytra lagið. Kristján hefur nú ráðið arkitekt og burðarvirkishönnuð til að gera áætlun um viðgerðirnar.

Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að æskilegra hefði verið að stöðva framkvæmdir strax áður en lengra var haldið og ganga frá leyfum. Lausnin sé hins vegar farsæl og þess sé vænst að húsinu verði lokað fyrir haustið. „Það verður endurgert í upprunalegri mynd og verður væntanlega sómi að þegar búið er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert