Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega

Tveir svartir svanir koma á hverju ári hingað til lands
Tveir svartir svanir koma á hverju ári hingað til lands mbl.is

„Þeir hafa verið þarna af og til á undanförnum árum,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur á Stokkseyri, um tvo svarta svani sem sáust nýverið í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Svartir svanir eru sannarlega óalgengir hér á landi og halda sig fremur á heimaslóðum, á suðurhveli jarðar. Telja má víst að þeir komi ásamt öðrum frá Bretlandi.

„Uppruni þeirra er í Ástralíu en þeir hafa verið fluttir til Bretlands og lagst þar út. Þetta eru því fuglar sem koma með álftunum til vetrarsetu. Lónið er náttúrlega einn stærsti álftastaður í heimi og þar eru mörg þúsund álftir síðsumars. Þessir svörtu svanir halda til þar og fara svo væntanlega út aftur með öðrum,“ segir Jóhann Óli og tekur fram að fleiri svartir svanir hafi sést á sama stað. Þó ekki fleiri en þrír.

Fleiri framandi fuglategundir sækja landið heim reglulega og oft má rekja þessar heimsóknir til veðurfarsbreytinga. „Barrfinkur hafa komið til landsins í stórum stíl og eru víða um land. Þá hafa dvergmáfar sést í Mývatnssveit, fjallkjóar í Bárðardal, eyruglur í Grímsnesi og snæuglur komu upp ungum á Austfjörðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »