Munu stuðningsyfirlýsingar halda vatni?

Öryggisráð Sameinu þjóðanna
Öryggisráð Sameinu þjóðanna HO

Þótt um 140 ríki hafi lýst því yfir að þau muni styðja framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, fleiri en nauðsynlegt er til að ná kosningu, er alls ekki þar með sagt að sætið sé tryggt. Í fyrsta lagi er alls ekki víst að öll ríkin standi við fyrirheit um stuðning og í öðru lagi geta aðstæður breyst mjög snögglega komi til þess að halda þurfi fleiri en eina umferð í kosningunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja raunar báðir keppinautar Íslands, Tyrkland og Austurríki, að þeir njóti stuðnings fleiri ríkja en 140. Sé það rétt er augljóst að einhver aðildarríki SÞ hafa lofað öllum ríkjunum þremur stuðningi þótt þau geti einungis kosið tvö. Þess ber að geta kosning í ráðið er leynileg.

Kosið verður í ráðið 17. október nk. Segja má að endaspretturinn í kosningabaráttunni hefjist með fundum sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu eiga í næstu viku, í tengslum við allsherjarþing SÞ í New York.

Kristín A. Árnadóttir, sem stjórnar framboði Íslands, segir að ef sætið eigi ekki að ganga Íslandi úr greipum verði utanríkisþjónustan að taka á öllu sínu. „Við þurfum á öllu okkar að halda á þessum lokavikum til að missa ekki atkvæði sem við höfum til þessa talið að væru nokkuð vís,“ segir hún.

Fimmtán ríki sitja í öryggisráðinu. Fimm ríki eiga þar fast sæti en kosið er um hin sætin tíu. Sætunum er skipt eftir heimshlutum og í ár er kosið um tvö sæti sem tilheyra ríkjahópi sem kenndur er við Vestur-Evrópu og fleiri ríki.

Til að ná sæti í ráðinu þarf Ísland tvo þriðju hluta atkvæða, þ.e. atkvæði 128 af 192 aðildarríkjum SÞ þurfa að falla Íslandi í skaut. Nái ekkert ríki kjöri í ráðið í fyrstu umferð er kosið aftur (og aftur) þar til niðurstaða fæst.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »