Kreppir að fjárhag unga fólksins

mbl.is/Eggert

 Ríflega þriðjungur fólks á aldrinum 18-35 ára er þeirrar skoðunar að hátt húsnæðis- og leiguverð sé helsta vandamálið sem mæti ungu fólki sem er að flytja að heiman og stofna fjölskyldu. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Alþýðusamband Íslands fyrr í sumar. Þótt möguleikarnir sem ungu fólki standa til boða í dag séu meiri en nokkru sinni blasir við að dýfan í efnahagslífinu kemur hvað verst við þennan hóp landsmanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ASÍ hefur ákveðið að beina sjónum hreyfingarinnar sérstaklega að stöðu og hlutverki ungs fólks í samfélaginu og á vinnumarkaði á ársfundi ASÍ í næsta mánuði. Unnin hafa verið drög að stefnu launþegasamtakanna í málefnum ungs fólks og gerðar eru tillögur um umbætur.

Í fyrrnefndri könnun kom í ljós að tæplega 60% svarenda í hópi unga fólksins (18-35 ára) segja að fjárhagsvandamál og mikil útgjöld séu helsta vandamálið. Fer vart á milli mála að stór hluti þessa hóps hefur þar í huga fjárhagsvanda og útgjöld vegna hás húsnæðiskostnaðar, en erfiðleikarnir sem blasa við ungu fólki, ekki síst barnafólki, blasa við á fleiri sviðum. Í drögunum sem ASÍ hefur unnið er einnig sagt frá því að rúmlega helmingur fólks á aldrinum 18-35 ára telur að greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu dragi úr aðsókn ungs fólks að þjónustunni.

„Það er ekki síst kostnaður vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga s.s. vegna tannlækninga, lyfja og sjón- og heyrnartækja sem getur verið umtalsverður. Þá hefur kostnaður barnafjölskyldna í grunnskólanum aukist mikið og er staðan nú víða sú að kostnaður er svipaður fyrir leikskólapláss og mat og síðdegisgæslu í neðstu bekkjum grunnskólans,“ segir í umfjölluninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »