Vinarkveðja frá Færeyjum

Frá Skúfey í Færeyjum.
Frá Skúfey í Færeyjum. Helgi Bjarnason

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, hefur sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem hann lætur í ljós samhug með Íslendingum vegna bankakreppunnar.

„Í Færeyjum fylgjumst við vel með því sem er að gerast á Íslandi. Sem þjóð eruð þið nákomin okkur. Við gleðjumst með ykkur þegar vel gengur og samhryggjumst ykkur þegar illa gengur,“ segir í bréfinu.

Þess megnug að leysa vandann

Kaj Leo Johannesen er leiðtogi Sambandsflokksins og varð lögmaður Færeyja í liðnum mánuði þegar hann tók við af Jóannesi Eidesgaard, leiðtoga Jafnaðarflokksins. Johannesen er 44 ára gamall og hefur setið á færeyska lögþinginu frá árinu 2001.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert