Ekki gagnrýni á Davíð

Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/GSH

Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist gera alvarlegar athugasemdir við frétt, sem birtist á mbl.is fyrr í kvöld, um ræðu hans á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Kjartan segist þar ekki hafa verið að gagnrýna Davíð Oddsson seðlabankastjóra.

„Ræðan fjallaði ekki með neinum hætti um Davíð Oddsson eða Seðlabanka Íslands. Hefði hún fjallað um það hefði ég eins og mér er ljúft lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hann sem formann bankastjórnar Seðlabankans," segir Kjartan Gunnarsson.


mbl.is

Bloggað um fréttina