200 missa vinnuna í Kaupþingi

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tæplega 200 starfsmenn Kaupþings fá ekki starf hjá Nýja Kaupþingi, samkvæmt Jónasi Sigurgeirssyni upplýsingafulltrúa bankans. Þar er um að ræða 160 manns í fullu starfi og 35 á tímavinnukaupi. Rúmlega þúsund starfsmenn fara því yfir í Nýja Kaupþing.

Fyrir helgi lá fyrir að 150 manns hefði ekki verið boðið áframhaldandi starf en sú tala hefur nú hækkað. Starfsmönnum sem missa vinnuna hefur verið lofað að uppsagnarfrestur verði greiddur samkvæmt samningi. Mikil fækkun hefur orðið á starfsfólki hjá bönkunum þremur, sem nú eru komnir í ríkiseigu, síðan um áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina