Seðlabankinn segir, að ákvæði sé í samningi ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hækka stýrivexti í 18%. Þetta kemur fram í athugasemd, sem bankinn hefur sent frá sér.
Athugasemdin er eftirfarandi:
Eins og kunnugt er hefur verið litið svo á að samningsgerð (Letter of Intent) á milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé enn trúnaðarmál. 19. tl. samningssgerðarinnar er þó eðli málsins samkvæmt ekki lengur trúnaðarmál.