Fjórir bræður fæddir sama dag

Bræðurnir áttu allir að fæðast í desember en flýttu sér.
Bræðurnir áttu allir að fæðast í desember en flýttu sér.

Í Vogunum býr Valgerður Guðmundsdóttir ásamt sonum sínum og hefur gert í sjö ár. Sem væri nú kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að synir hennar fjórir eru allir fæddir sama dag, 1. nóvember. Og ekki nóg með það heldur eru þeir tvöfaldir tvíburar.

Trúlega er það ekki mjög algengt að sama konan eignist fjóra drengi á sama degi, en hvort það er heimsmet skal ósagt látið. Eldri drengirnir, Ingvar Már og Rafn Óskar Aðalsteinssynir, urðu 22 ára í gær og þeir yngri, Hlynur Þór og Reynir Heiðdal Benediktssynir, 13 ára.

Valgerður segir að ekki sé mikið um tvíbura í fjölskyldunni. „Ég hafði aldrei hugsað út í þetta," segir hún þegar hún er spurð hvort þetta hafi verið óvænt, „en það kom mér ekkert á óvart í seinna skiptið." 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert