Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun

mbl.is/OR

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu.

Fjöldi fólks, þar á meðal forseti Íslands, var viðstaddur þegar ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur í Hellisheiðarvirkjun. Þetta er þriðji áfangi uppbyggingarinnar.

Undir lok næsta árs hefst framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni og árið 2010 er ráðgert að síðasti áfanginn í raforkuframleiðslu virkjunarinnar verði tekinn í notkun. Þá verður uppsett afl hennar í raforku 303 megavött og gert er ráð fyrir að afl heitavatnsframleiðslunnar verði aukið í nokkrum áföngum á næsta áratugum upp í 400 megavött. Þá verður hún aflmesta virkjun landsins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri gerði að umtalsefni gott orðspor Íslendinga í orkumálum og hvernig það geti nýst þjóðinni til framdráttar við erfiðar aðstæður. Hún minnti á að margar grannþjóðir okkar þurfi að fást tvö stór verkefni um þessar mundir, efnahagssamdrátt og loftslagsmálin. Íslendingar hafi hinsvegar umbylt sínu orkukerfi á síðustu öld í átt til endurnýjanlegrar orku og séu enn að.

55 milljóna gjaldeyrissparnaður á dag

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntist þess í ávarpi sínu að það hafi verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar að markviss uppbygging hitaveitu hófst hér á landi í Reykjavík. Framsýni ráðamanna þá, væri að spara okkur 150 milljónir Bandaríkjadala á ári í kyndikostnað. Værum við að nota olíu til húshitunar enn þann dag í dag, þyrftu íbúar höfuðborgarsvæðisins að greiða 55 milljónum króna meira í kyndikostnað á degi hverjum.

Áfangar Hellisheiðarvirkjunar

Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið byggðar í áföngum því samhliða orkunýtingu fást auknar upplýsingar um afkastagetu jarðhitageymisins sem nýttur er. Fljótlega eftir að markvissar rannsóknarboranir hófust við Kolviðarhól kom í ljós að svæðið býður upp meiri nýtingu en upphaflega var áformuð.

Þessir eru áfangar Hellisheiðarvirkjunar:
    ·         2006 voru tvær 45 MW háþrýstivélar teknar í notkun.
    ·         2007 var 33 MW lágþrýstivél tekin í notkun.
    ·         Nú eru tvær 45 MW háþrýstivélar teknar í notkun.
    ·         2009 verðu hafin framleiðsla á heitu vatni sem nemur 133 MW.
    ·         2010 verða tvær 45 MW háþrýstivélar teknar í notkun.
    ·         Síðar, eftir því sem eftirspurn býður, verða tveir áfangar heitavatnsframleiðslu teknir í notkun, 133 MW hvor.

mbl.is

Innlent »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »