Yfir 6 þúsund á atvinnuleysisskrá

Atvinnuleysi vex dag frá degi á Íslandi
Atvinnuleysi vex dag frá degi á Íslandi Reuters

Atvinnuleysi eykst á Íslandi dag frá degi. Alls eru nú 6.148 skráðir atvinnulausir samkvæmt vef Vinnumálastofnunar eða rúmlega 3%. Þar af eru 3.768 skráðir atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru 3.541 karlmaður á skrá og 2.607 konur. Í sama mánuði í fyrra var 1.321 skráður á atvinnuleysisskrá.

Ekki hafa jafn margir einstaklingar verið skráðir á atvinnuleysisskrá á Íslandi frá því í febrúar 2003 en þá voru rúmlega 6.200 manns atvinnulausir. Taka verður tillit til þess að á þeim tíma voru mun færri á vinnumarkaði hér á landi. Hlutfallslegt atvinnuleysi á þeim tíma var 4,1%.

mbl.is