Láti sig hverfa

„Fyrsta skrefið er að þið látið ykkur hverfa. Þið getið reynt að koma aftur. Þið bjóðið ykkur bara fram og lýðræðið svarar hvar þið lendið,“ sagði Einar Már Guðmundsson rithöfundur á fundi í Háskólabíó í kvöld.

„Ingibjörg Sólrún, leggst þú nú undir feld eins og Þorgeir ljósvetningagoði. Settu hagsmuni fólksins fram fyrir hagsmuni flokksins. Legðu þessa ríkisstjórn niður, eins og Þorgeir hafnaði heiðninni. Saknir þú Geirs getið þið blótað frjálshyggjuna á laun. En ekki svo meiri skaði hljótist af,“ sagði Einar Már. Hann sagði þetta spurningu um það hvort þjóðin veldi sér stjórn eða öfugt.

mbl.is