Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde funduðu með Davíð …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde funduðu með Davíð Oddssyni 8. júlí sl. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að formenn stjórnarflokkanna hafi fundað með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra í júlí sl. um stöðu íslensku viðskiptabankanna. Ingibjörg segir að ýmislegt hafi komið fram í máli Davíðs en ekki að það væru 0% líkur á því að bankarnir myndu lifa af erfiðleikana á fjármálamörkuðum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ingibjörgu sem er eftirfarandi:

„Vegna fréttaflutnings af fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag þar sem vitnað er til ummæla Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að hann hafi upplýst leiðtoga stjórnarflokkanna á fundi i júní um stöðu íslensku viðskiptabankanna vil ég koma eftirfarandi á framfæri. 

Formenn stjórnarflokkanna áttu engan fund með Seðlabankastjóra í júnímánuði síðastliðnum.  Slíkur fundur var hins vegar haldinn þann 8. júlí. Þar féllu ýmis orð af hálfu Seðlabankastjóra en hann sagði hins vegar ekki að 0% líkur væru á að bankarnir myndu lifa af erfiðleikana á fjármálamörkuðunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina