Mótmæli við Ráðherrabústaðinn

Mikill viðbúnaður var við Alþingisþinghúsið í gær.
Mikill viðbúnaður var við Alþingisþinghúsið í gær. mbl.is/Júlíus

Hópur mótmælenda sem efndi til mótmæla í Alþingishúsinu í gær, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann standi fyrir aðgerðum við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í dag. Til stóð að ríkisstjórnarfundur færi fram í húsinu. Lögregla verst allra frétta af ástandinu á staðnum en til stendur að send verði út fréttatilkynning klukkan 09:50.

Yfirlýsing hópsins fylgir hér á eftir

„Pólitísk aðgerð, 9.desember 2008, við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu:

Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.

Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.

Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"

mbl.is

Bloggað um fréttina