Reynt að komast yfir lykilorð nemenda við HÍ

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Þorkell

Rétt upp úr miðnætti í nótt var sendur fjöldapóstur frá aðila utan Íslands  til fjölmargra netfanga við Háskóla Íslands undir því yfirskini að hann væri frá netstjórn Háskólans. Í skeytinu, sem var á ensku, var beiðni til notenda um að senda notandanafn og lykilorð. Þetta kemur fram í tilkynningu til nemenda og starfsmanna við HÍ frá Reiknisstofnun háskólans.

Að gefnu tilefni vill Reiknistofnun taka fram að það á aldrei undir nokkrum kringumstæðum að senda lykilorð í tölvupósti og aldrei að senda lykilorð háskólaaðgangsins á vefsíðu sem er ekki sannanlega á vegum Reiknistofnunar.

Einnig eru allar fjöldapósttilkynningar frá Reiknistofnun á íslensku,
með eða án enskrar þýðingar að neðan, að því er segir í tilkynningu til nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands.

mbl.is