Þing breytinga og nýrrar kynslóðar

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir að flokksþing Framsóknarflokksins um helgina verði þing breytinganna, það séu tíðindi að ný kynslóð sé tilbúin til að taka við flokknum.

Þingið er það stærsta sem Framsóknarflokkurinn hefur haldið til þessa en það sækja allt að eittþúsund manns. Margir nýir hafa skráð sig í flokkinn til að styðja sína menn.

Fimm vilja verða formenn Framsóknarflokksins en kosið verður á flokksþingi nú um helgina. Páll Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Jón Vigfús Guðjónsson og Lúðvík Gizurarson

Valgerður Sverrisdóttir ákvað sjálf  að stíga til hliðar til að nýtt fólk kæmist að.  Aðrir áberandi forystumenn í Framsóknarflokknum hafa gert slíkt hið sama, meðal annars Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson þótt aðdragandi þess sé annar.

Valgerður segir að formaður flokksins þurfi fyrst og fremst að vera ágætis manneskja. Það reyni mikið að formann stjórnmálaflokks sem þurfi eða vera málafylgjumaður, samvinnumaður og góður ræðumaður og hlustandi. . Valgerður vill ekki gefa upp hvaða kandídat hún styðji til formanns en segist hafa sína skoðun enda hafi hún kosningarétt.

Drög að ályktunum um sérstakt stjórnlagaþing  liggur fyrir þinginu.  Gert er ráð fyrir að hver landsmaður geti kosið fulltrúa til stjórnlagaþings sem hafi það verkefni að semja nýja stjórnarskrá.  Þá ætlar flokkurinn að gera upp Evrópumálin en tillaga að ályktun gerir ráð fyrir að farið verði í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Valgerður styður það heilshugar og óttast ekki klofning vegna þessa.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina