Verkáætlun verður að vera trúverðug

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur allar forsendur fyrir því að sú stjórnarmyndun sem unnið hefur verið að undanfarna daga geti gengið. Hann sagði Framsóknarmenn leggja áherslu á að leiðirnar séu trúverðugar fyrirfram.„Það verði ekki af þessu neitt fjárhagslegt tjón eða fjárhagsleg áhætta sem muni þá lenda á næstu ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð telur raunhæfast að stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn á mánudaginn kemur. Hann segir að væntanlegir stjórnarflokkar, Vinstri grænir og Samfylkingin, séu aftur á móti mjög áfram um að það verði gert strax á morgun. „Við munum reyna að klára þetta fyrir þann tíma,“ sagði Sigmundur Davíð.

Verkáætlun nýrrar ríkisstjórnar var kynnt þingflokki Framsóknarflokksins á fundi kl. 13.30 í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn hafi farið yfir verkáætlunina með hópi hagfræðinga. Þeir höfðu átt aðkomu að starfshópum sem undirbjuggu áætlunina að einhverju leyti og þekktu því málið. Í hópi hagfræðinganna munu m.a. vera þeir Jón Daníelsson og Ragnar Árnason ásamt fleirum sem bættust í hópinn í dag. 

„Það var niðurstaða þeirra og síðan þingflokksins líka að það vantaði ýmislegt upp á útfærsluna á því hvernig menn ætluðu að framkvæma þessa hluti sem til stendur að ná,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði um að ræða þau markmið sem Framsóknarflokkurinn taldi að þessi ríkisstjórn þyrfti að ná ef veita ætti henni hlutleysi. Markmiðin sneru m.a. að því að tryggja hag fjölskyldna og fyrirtækja í landinu.

„Við vildum að sjálfsögðu sjá að menn hefðu raunhæfar leiðir til þess að ná þessum markmiðum og höfum lagt á það mikla áherslu síðustu daga. Ég hef varla farið í viðtal án þess að nefna að þetta snerist um leiðirnar,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að þeim hafi þótt vanta upp á nánari útfærslur á því hvernig ná ætti þessum árangri. Væntanlega hafi sitjandi ríkisstjórn einnig viljað laga þessa hluti en bent hafi verið á að hún hafi ekki verið tilbúin að gera það sem þyrfti til þess. Þar af leiðandi vildu Framsóknarmenn styðja ríkisstjórn sem væri tilbúin að gera það. 

„Það varð út að við þáðum boð þeirra, Vinstri grænna og Samfylkingar, um að okkar hópur mótaði tillögur í þessu efni og kæmi þeim á framfæri við þau,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann reiknaði með að tillögurnar yrðu tilbúnar á morgun. Spurður hvenær á morgun það yrði sagði Sigmundur Davíð:

„Steingrímur [J. Sigfússon] og Jóhanna [Sigurðardóttir] vonast til að þetta klárist sem allra fyrst. Ég sagði þeim að við myndum reyna að drífa þetta af. En það er ákaflega stuttur tími sem þingflokkurinn hefur haft til að meta þetta. Þau voru ekki komin í málið fyrr en klukkan hálf tvö í dag. Ég geri ráð fyrir að þegar tillögur hagfræðinganna liggja fyrir þá muni þingflokkurinn leggja blessun sína yfir þær. Síðan verði þær kynntar Jóhönnu og Steingrími.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær þingflokkur Framsóknarmanna hittist á morgun. Það mun ráðast af því hvenær drög hagfræðinganna að aðgerðum verða tilbúin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Borgaraleg stjórn í Súdan eftir 3 ár

08:52 Stríðandi fylkingar í Súdan skrifuðu í morgun undir samkomulag sem miðar að því að borgaralegri stjórn verði komið á í landinu eftir rúmlega þrjú ár. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...