Hestarnir gáfust fljótt upp

Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag ...
Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag að mati viðstaddra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, sem sýndi ótrúlegt snarræði og dugnað að mati viðstaddra við að bjarga tíu hestum sem lentu niður um ís á Tjörninni í dag. Fjölnir var að taka myndir fyrir Hestafréttir þegar ísinn brast.

„Ég sá að það var svo mikið fár á öllum og enginn að hugsa rökrétt. Það þurfti bara að taka aðeins stjórnina. Ég dreif mig í að hjálpa til,“ sagði Fjölnir. Hann tók af sér myndavélina og steypti sér út í ískalt vatnið.

„Ég lét þá stíga á lærið á mér og ýtti á lendina á þeim. Svo tosuðu aðrir í hrossin og þau hjálpuðu til. Maður lætur hófinn alveg að lærinu og þá fá þau viðspyrnu. Þegar þeir byrjuðu að spyrna sökk maður alveg upp að hálsi,“ sagði Fjölnir. Hann sagði að hestarnir hafi þurfti mikillar hvatningar við til þess að þeir reyndu að bjarga sér. Fjölnir sagði að hestar gefist fljótt upp við aðstæður við þessar. Eins áttu þeir bágt með að ná viðspyrnu í leirbotni Tjarnarinnar.

„Lífsviljinn hverfur hjá hestunum á einni til tveimur mínútum. Við vorum þarna ofan í í allavega tuttugu mínútur.“Fjölnir sagði að honum hafi vissulega verið kalt, en hann hafi ekkert spáð í það. „Aðalatriðið var að koma hestunum uppúr.“

Þarna voru margir landsþekktir gæðingar. „Fyrsti hesturinn sem ég tók eftir var Röðull frá Kálfholti. Eigandi hans, Ísleifur Jónsson, vann Landsmótið bæði í fyrra og hitteðfyrra. Hann horfði í augun á hestinum og var að tala við hann. Þá sagði kærastan mín: Þú verður að gera eitthvað í þessu.

Það voru allir orðnir dofnir. En fólkið þarna hjálpaðist að.  Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu!“

Hestarnir voru kaldir og hraktir eftir baðið. Farið var með þá í heitt bað og þeir síðan þurrkaðir við hitablásara og settar á þá ábreiður. Fjölnir sagði að þeir hafi verið nokkuð skelkaðir, eins og við var að búast. Einn klárinn gafst alveg upp og var búinn að setja granirnar ofan í vatnið. Alveg uppgefinn.

Fjölnir fékk að fara í heita sturtu í Ráðhúsi Reykjavíkur og fékk þar lánað handklæði til að þurrka sér. Það var ekki þurr þráður á honum en kærastan hans var með kuldagalla sem hann gat farið í. 

Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni.
Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Innlent »

Innsæið ekki öllum gefið

11:50 „Þetta var náttúrlega samblanda af heppni og einhverju smá innsæi. Þetta er ekki öllum gefið, svona innsæi,“ segir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson á Sauðárkróki, sem stóð uppi sem sigurvegari í HM-tippleik fjölmiðla Árvakurs. Að launum hlýtur Guðbrandur hægindastól frá ILVA, af gerðinni Stressless. Meira »

Fangarnir skelltu sér í sjósund

11:18 Fangar á Kvíabryggju nýttu góða veðrið í gær líkt og aðrir íbúar á Suður- og Vesturlandi til að skella sér í sjósund.  Meira »

Styrkveitingin afturhvarf til fortíðar

10:45 Átta íslenskir bókaútgefendur gagnrýna styrki sem forsætisnefnd Alþingis, skipuð fulltrúum allra flokka, hefur lagt til að Alþingi veiti Hinu íslenska bókmenntafélagi til útgáfu tveggja rita. Þetta gera bókaútgefendur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Enginn fannst með eggvopn

10:26 Leit lögreglu að manni, sem sagður var hafa sést á gangi um Laugardalinn í Reykjavík með eggvopn, bar engan árangur. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglu bárust tilkynningar um ferðir manns í gærkvöldi við verslunarkjarnann Glæsibæ og kom lögreglan á svæðið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Meira »

Dagur íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni

10:19 Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni á morgun, miðvikudag. Það verða nokkrir hundar á staðnum ásamt eigendum sínum, sem munu glaðir svara spurningum gesta og gangandi um íslenska fjárhundinn. Meira »

Malbikun í Ártúnsbrekku

08:55 Stefnt er að því í dag að malbika innstu akrein í Ártúnsbrekku, frá Höfðabakkabrú og niður að mislægum gatnamótum við Réttarholtsveg/Skeiðarvog. Meira »

Egill tapaði máli sínu fyrir MDE

08:39 Íslenska ríkið braut ekki gegn Agli Einarssyni með dómi í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn konu árið 2012. Þetta kemur fram í úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kveðinn var upp í morgun. Meira »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »

Lögreglan varar við svikapóstum

Í gær, 21:48 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu varar við svikapóstum, sem sendir hafa verið til fólks að undanförnu. Í svikapóstunum segir að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna af tölvuvírus, vefmyndavél tölvunnar verið virkjuð og myndband tekið af viðkomandi. Meira »

Rannsaka á hvaða dýpi kvikan er

Í gær, 21:00 Kvikuinnskot eru líklegasta skýring þeirrar aflögunar sem orðið hefur á Öræfajökli sl. tvö ár að mati Michelle Parks, eldfjallasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir eru þó enn á frumstigi en vísindamenn vinna nú að því að komast að því á hvaða dýpi kvikan er. Meira »

Telja ákvæði um salerni úrelt

Í gær, 20:35 Dóra Björt Guðjónsdóttir segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Meira »

Áhrif hvalveiða verði tekin út

Í gær, 20:15 Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »
Einstaklingsíbúð í Garðabæ til leigu
Fyrir reyklausan reglusaman einstakling. Gæludýr ekki leyfð Áhugasamir sendi ...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...