Hestarnir gáfust fljótt upp

Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag ...
Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag að mati viðstaddra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, sem sýndi ótrúlegt snarræði og dugnað að mati viðstaddra við að bjarga tíu hestum sem lentu niður um ís á Tjörninni í dag. Fjölnir var að taka myndir fyrir Hestafréttir þegar ísinn brast.

„Ég sá að það var svo mikið fár á öllum og enginn að hugsa rökrétt. Það þurfti bara að taka aðeins stjórnina. Ég dreif mig í að hjálpa til,“ sagði Fjölnir. Hann tók af sér myndavélina og steypti sér út í ískalt vatnið.

„Ég lét þá stíga á lærið á mér og ýtti á lendina á þeim. Svo tosuðu aðrir í hrossin og þau hjálpuðu til. Maður lætur hófinn alveg að lærinu og þá fá þau viðspyrnu. Þegar þeir byrjuðu að spyrna sökk maður alveg upp að hálsi,“ sagði Fjölnir. Hann sagði að hestarnir hafi þurfti mikillar hvatningar við til þess að þeir reyndu að bjarga sér. Fjölnir sagði að hestar gefist fljótt upp við aðstæður við þessar. Eins áttu þeir bágt með að ná viðspyrnu í leirbotni Tjarnarinnar.

„Lífsviljinn hverfur hjá hestunum á einni til tveimur mínútum. Við vorum þarna ofan í í allavega tuttugu mínútur.“Fjölnir sagði að honum hafi vissulega verið kalt, en hann hafi ekkert spáð í það. „Aðalatriðið var að koma hestunum uppúr.“

Þarna voru margir landsþekktir gæðingar. „Fyrsti hesturinn sem ég tók eftir var Röðull frá Kálfholti. Eigandi hans, Ísleifur Jónsson, vann Landsmótið bæði í fyrra og hitteðfyrra. Hann horfði í augun á hestinum og var að tala við hann. Þá sagði kærastan mín: Þú verður að gera eitthvað í þessu.

Það voru allir orðnir dofnir. En fólkið þarna hjálpaðist að.  Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu!“

Hestarnir voru kaldir og hraktir eftir baðið. Farið var með þá í heitt bað og þeir síðan þurrkaðir við hitablásara og settar á þá ábreiður. Fjölnir sagði að þeir hafi verið nokkuð skelkaðir, eins og við var að búast. Einn klárinn gafst alveg upp og var búinn að setja granirnar ofan í vatnið. Alveg uppgefinn.

Fjölnir fékk að fara í heita sturtu í Ráðhúsi Reykjavíkur og fékk þar lánað handklæði til að þurrka sér. Það var ekki þurr þráður á honum en kærastan hans var með kuldagalla sem hann gat farið í. 

Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni.
Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Innlent »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Bálhvasst við Höfða

Í gær, 16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...