Brotist inn í Melabúðina

Tilkynnt var um tvö innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í Melabúðina í Vesturbænum og þaðan stolið sígarettum. Laust eftir kl. 1 var brotist inn á skrifstofu SÁÁ í Efstaleiti en ekki vitað hvort eitthvað var tekið.

Karlmaður og kona voru að verki. Þau náðust skömmu síðar. Þau hafa margoft komið við sögu lögreglu áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina