Staðfestir rökin fyrir evrunni

Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt ræðast við á þinginu.
Matti Vanhanen og Fredrik Reinfeldt ræðast við á þinginu. mbl.is/Ragnar Axelsson

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir þróun undanfarna mánuða staðfesta rök sín og annarra fylgismanna evruupptöku fyrir því að stefna beri að upptöku evrunnar.

Reinfeldt lýsti þessari skoðun sinni í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins á norrænu hnattvæðingarþingi fyrr í dag.

Vísaði forsætisráðherrann til þess að í fyrstu virtust ýmsir kostir því samhliða að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt væri að aðlaga gengið á andspænis slíku efnahagshruni.

Nú hefði hins vegar komið í ljós að kostir evrunnar vegi þyngra.

Þá rifjaði hann upp að Svíar hefðu hafnað evrunni í atkvæðagreiðslu árið 2003 og að það væri samstaða um að taka ekki málið aftur upp fyrr en árið 2014. Eins og staðan væri nú hefði bilið á milli þeirra sem eru andvígir evrunni og henni fylgjandi farið minnkandi. 

Áhrif fjármálakreppunnar í Svíþjóð hefðu minnkað þetta bil.

Inntur eftir því hvort eftirmálar kreppunnar myndu hafa áhrif á rökræður um hvort taka skuli upp evruna í Svíþjóð svarar Reinfeldt játandi.

„Ég held að kreppan hafi þegar haft þessi áhrif. Það sem við horfum fram á er það sem ég og aðrir sem fórum fyrir já-herferðinni [fyrir evruupptöku] sögðum við sænskan almenning. Það er gott að hafa eigin gjaldmiðil í smáu, opnu hagkerfi þegar vel árar. Þegar hagkerfið er hins vegar undir þrýstingi andspænis almennri niðurveiflu er það viðkvæmara. Það sem líklega fylgir í kjölfarið er fall í gengi gjaldmiðilsins. Nú hefur þetta gerst. Svíar sjá þetta nú líka. Það er sennilega skýringin á því að stuðningur við evruna fer vaxandi. Meirihluti Svía er þó henni enn andvígur. Þetta hefur því haft sín áhrif á almenningsálitið,“ segir Reinfeldt, sem telur að kreppan muni hafa enn meiri áhrif á sænska hagkerfið.

Þróunin hafi því styrkt rökin fyrir evruupptöku.

„Hún hefur sýnt fram á að okkar sterkasta röksemd var rétt. Við höfum hins vegar gripið til aðgerða í samræmi við smæð gjaldmiðils okkar og sýnt ábyrgð og aðhald í ríkisrekstri. Svo við höfum leitað jafnvægis [...] til að viðhalda samkeppnishæfni hagkerfisins. Þetta er mikilvægt að hafa í huga.“

Finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanen lét hins vegar aðspurður nægja að láta þau orð falla að smærri atvinnurekendur í Finnlandi væru ánægðir með hafa evruna í því ástandi sem nú væri uppi.

Umbreytingin löngu hafin 

Vikið var að möguleikum til aukinnar samvinnu í loftslagsmálum á þinginu.

Aðspurður um hvort sænska hagkerfið yrði aðlagað að því markmiði að draga úr losun koldíoxíðs sagðist Reinfeldt telja að hagkerfið hefði þegar tekið þá stefnu á áttunda áratugnum.

Svíþjóð væri í hópi fárra landa sem stæðu við skuldbindingar Kýótó-samningsins. Hagkerfið, sem hefði þróast æ meir í þá átt að verða að þjónustuhagkerfi, hefði vaxið um hátt í 50 prósent frá 1990 á sama tíma og dregið hefði úr losun koldíoxíðs um 90 prósent.

Þessi þróun myndi halda áfram.

Dæmi væri þróunarvinna Scania sem hann hefði skoðað í heimsókn sinni til fyrirtækisins. Þar væri leitast við að draga úr eldsneytisnotkun flutningabifreiða með tækniþróun.

Hvað varðar róttækari skref eins og uppbyggingu vetnisdreifikerfis og innleiðingu rafbílaflota sagði forsætisráðherrann stjórn sína hafa sett fram áætlun fyrir áramót sem feli í sér að þremur milljörðum sænskra króna verði varið í samstarfsverkefni við innlendan bílaframleiðanda um þróun og smíði rafbíla.

mbl.is

Innlent »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »

Vetraráætlun tekur gildi á morgun

17:35 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á morgun og verða þá ákveðnar breytingar gerðar á leiðakerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Heimsókn eftir sjö áratugi

17:30 Fjarlægð og tími fá ekki grandað fallegum vinskap vinkvennanna Ásu Jónsdóttur og danskrar æskuvinkonu hennar Anne Lise Caiezza. Nú, tæpum sjö áratugum síðar er Anne Lise loks komin í heimsókn til Íslands í fyrsta sinn. Meira »

Fékk áfall þegar hann sá myndbandið

16:35 Ugg setur að íbúum í Vesturbænum eftir að íbúi á Álagranda birti myndband af bréfbera sem reyndi að fara inn á heimili hans að næturlagi. Póstdreifing sá til þess að bréfberanum yrði vikið úr starfi. Meira »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...