Greiddi 55 milljónir fyrir sérfræðiþjónustu

Félags- og tryggingamálaráðuneytið greiddi alls 55 milljónir fyrir aðkeypta  þjónustu á tímabilinu júní 2007 til janúarloka 2009. Falla rúmar 27 milljónir kr. þessarar upphæðar undir kaup aðalskrifstofu ráðuneytisins og 28 milljónir kr. undir ýmis verkefni sem að ekki eru skráð á aðalskrifstofu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu sem að ráðuneytið sendi frá sér.

Hæstur var kostnaður vegna flokksins Önnur sérfræðiþjónusta. Nam sú vinna sem þar fellur undir ýmis verkefni - þ.e. sem ekki skráist á aðalskrifstofu ráðuneytisins um 28,6 milljónum. En þeim lið tilheyra kaup á ráðgjöf og vinnu vegna undirbúnings að tilfærslu á þjónustu við fatlaða og aldraða til sveitarfélaga, vinna að undirbúningi þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og kaup á sérfræðiþjónustu og framkvæmd könnunar á heimilisofbeldi.

Aðkeypt þjónustu vegna annarra verkefni sem falla undir aðalskrifstofu var þá 12,8 milljónir kr. á tímabilinu og eru um 6,5 milljónir þeirra upphæðar til komnar vegna vinnu við að færa yfirstjórn málefna aldraðra og almannatrygginga frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis í janúar 2008. Um fimm milljónir eru svo tilkomnar vegna rannsókna, gagnaöflunar og ráðgjafaþjónustu Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Hagstofu Íslands.

Kostnaður vegna þýðenda- og túlkaþjónustu nam þá um 3,8 milljónum kr. og lögfræðiþjónustu 3,2 milljónum og sálfræði og félagsfræðiþjónusta 3,3 milljónir. 

mbl.is