Víðtæk tengsl við Baug

Jón Ásgeir Jóhannesson kemur úr húsakynnum LOGOS
Jón Ásgeir Jóhannesson kemur úr húsakynnum LOGOS

Þrátt fyrir að talsmenn lögmannsstofunnar LOGOS hafi sagt að stofan hafi aldrei unnið lögmannsstörf fyrir Baug Group hafa starfsmenn stofunnar unnið margvísleg störf fyrir fyrirtækið, sem og önnur fyrirtæki og einstaklinga tengd Baugi.

LOGOS vann t.d. lögfræðiálit fyrir Baug vegna hugsanlegs skaðabótamáls á hendur íslenska ríkinu í kjölfar Baugsmálsins svokallaða árið 2005 og þá vann stofan að yfirtökutilboði Baugs í Mosaic Fashions árið 2007. Stofan hefur einnig komið oft við sögu í starfsemi Stoða, áður FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson var stjórnarformaður í báðum félögum auk þess sem Baugur var stór hluthafi í FL Group. Innan þess félags eru einnig fasteignir, sem Baugur og núverandi og fyrrverandi dótturfélög Baugs leigðu.

Einn eigenda LOGOS, Erlendur Gíslason, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, en annar lögmaður tengdur LOGOS, Jakob Möller, er aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Stoða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »