Engar auglýsingar í tengslum við barnaefni í Sjónvarpinu

mbl.is/Ómar


 
Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag var samþykkt að hætta að birta auglýsingar í kringum barnaefni í Sjónvarpinu. Var samþykkt að engar auglýsingar megi birta í tengslum við barnaefni sem sýnt er þegar líklegt er að börn horfi ein á sjónvarp fyrir kl. 18 á daginn.

Auglýsingar hafa verið sýndar við barnaefni allt frá því að Sjónvarpið hóf göngu sína árið 1966. Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu segir, að með þessu vilji stofnunin ganga fram með góðu fordæmi í því að sporna við markaðsvæðingu sem snúi að börnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert