Vinstri græn vilja eignaskatta á ný

Frá landsfundi Vinstri grænna
Frá landsfundi Vinstri grænna mbl.is/ÞÖK

Taka á aftur upp sanngjarna eignaskatta. Þetta er ein ályktananna sem samþykktar voru á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, VG, um síðustu helgi.

Þingflokkur VG á að útfæra hvað sanngjarnir eignaskattar eru, að sögn Lilju Mósesdóttur, hagfræðings og frambjóðanda flokksins.

„Það vannst ekki tími til þess að ræða ítarlega hvað væru sanngjarnir skattar og þetta var látið í hendur þingflokksins,“ segir Lilja.

Hún getur þess þó að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að taka upp eignaskatta í því formi sem þeir voru til þess að stækka tekjustofn ríkissjóðs í ljósi efnahagsástandsins. „Það var í umræðunni að þeir yrðu eins og þeir voru en það er ekki víst hvort það verður niðurstaðan.“

Lilja bendir á að annars staðar á Norðurlöndunum hafi skattstofninn verið víkkaður út í fjármálakreppunni þar upp úr 1990. „Fyrst og fremst var um að ræða tekjuskattshækkun á hærri tekjur en hún gekk til baka um leið og efnahagslífið fór að rétta úr kútnum 1994 til þess að örva enn frekar þann vöxt sem var byrjaður. Við munum hafa eignaskatta annars staðar á Norðurlöndunum til viðmiðunar en þar hafa þeir verið um tvö prósent.“

Eignaskattur féll niður hér á landi frá og með álagningu 2006, að því er kemur fram á vef ríkisskattstjóraembættisins. Þar segir að eignaskatturinn vegna tekjuársins 2004 hafi verið 0,6 prósent.

Félög greiddu eignaskatt af öllum eignaskattsstofni. Hjá einhleypingum var fríeignarmarkið rétt undir fimm milljónum króna en rétt undir 10 milljónum króna hjá hjónum og sambýlisfólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert