Davíð Oddsson ávarpar landsfund

Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjórar á fundi viðskiptanefndar.
Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjórar á fundi viðskiptanefndar. mbl.is/Ómar

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun ávarpa landsfund flokksins kl. 16:00. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu hér á mbl.is   

Kl. 14 munu frambjóðendur í embætti varaformanns ávarpa landsfundarfulltrúa en enginn hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi varaformanni, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Kl. 15 munu Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson ávarpa landsfundinn en þeir hafa lýst yfir framboði til formanns.

Kristján Þór sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að hann muni ekki lýsa yfir framboði í embætti varaformanns, en í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að Kristján hefði leitað til einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins með stuðning í það embætti í huga færi svo að hann biði ósigur í kjöri til formanns.

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn kl. 15 á morgun, sunnudag.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is / Heiddi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert