Verkefni nýrrar stjórnar að ákveða niðurskurð

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

„Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að útfæra hvernig farið verður í sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Það gefur auga leið að það er þörf á því að grípa til umfangsmikilla aðgerða í þeim efnum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, og fjármálaráðherra. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa útfært niðurskurðaraðgerðir en augljóst sé að þörf sé á því.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðuþættinum Zetan á mbl.is. í gær, að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar boðaði ekkert annað en „að hækka skatta“ til að mæta þeim vandamálum sem blöstu við í ríkisfjármálum. Bjarni taldi það ekki ákjósanlega leið til þess að ná tökum á ríkisfjármálunum. Samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda er að því stefnt að ríkissjóður verið rekinn án halla eftir árið 2011.

Í ljósi þess að um 150 milljarða halli var á fjárlögum fyrir árið í ár blasir við mikill niðurskurður í fjárlögum næsta árs. Steingrímur hefur talað um að hann verið líklega á bilinu 35 til 55 milljarðar. Það jafngildir áætluðum kostnaði við um 10 til 15 Héðinsfjarðargöng.

Bjarni sagði ljóst að spara mætti með margvíslegum hætti. Til dæmis mætti sameina yfirstjórn hjá stofnunum sem væru í skyldum rekstri, svo sem hjá Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð og síðan Neyðarlínunni, Landhelgisgæslununni og Varnarmálastofnun. Þá væri líka hægt að forgangsraða betur á mörgum stöðum, þar á meðal er varðaði greiðslu barnabóta. Búa mætti þannig um hnútana að þær yrðu tekjutengdar þannig að þeir sem þyrftu helst á þeim að halda fengju þær en hinir sem gætu án þeirra verið fengju a.m.k. minna í sinn hlut. Sagði Bjarni að í ljósi umfangs þessara greiðslna gætu sparast hundruð milljóna með réttri forgangsröðun.

Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi skynsamlegast að fara „blandaða leið“ þegar kæmi að því að rétta af rekstur ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að hækka skatta að einhverju leyti, þá með réttlátum hætti, og einnig að skera niður.

„Það er út af fyrir sig athyglisvert ef Sjálfstæðisflokkurinn er að sýna eitthvað á spilin í þessum efnum. Ekki veitir nú af ef hann ætlar að ná þessu fram að öllu leyti með niðurskurði, og lokar algjörlega á það að ná upp í gatið með tekjuöflun. Þá þarf hann heldur betur að sýna hvernig hann ætlar að ná niður 150 til 170 milljarða halla á ríkissjóði sem hann skilur eftir sig. Í mínum huga er alveg ljóst að fara þurfi í almennar aðhaldsaðgerðir en það þarf að skoða þessi mál vandlega og tryggja sem best að fjölskyldur í landinu lendi í sem minnstum vafa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »